Viðskipti erlent

OECD þrýstir á evrulöndin

Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD) hefur hvatt stjórnvöld til að draga úr fjárlagahalla landanna og auka samkepnnishæfni innan þeirra. OECD segir stjórnvöld í Þýskalandi eina landið á evrusvæðinu sem hafi gripið til aðgerða.

Stjórnvöld í Slóveníu eru undanskilin gagnrýni OECD en landið tók upp evrur um áramótin.

Virðisaukaskattur hækkaði í Þýskalandi um síðustu áramót auk þess sem stjórnvöld stefna að því að laga til í ríkiskassanum.

OECD reiknar með því að hagvöxtur dragist eitthvað saman á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×