Nýr íslenskur risi á orkumarkaði 5. janúar 2007 18:30 Nýr íslenskur orkurisi varð til í dag þegar þegar tveir af öflugustu fjárfestum og stærsta verkfræðistofa landsins stofnuðu alþjóðlegt fyrirtæki á sviði grænnrar orkuframleiðslu. Fyrirtækið ætlar að ráðst í verkefni víðs vegar um heim og er áætlað að fjárfesta fyrir allt að sjötíu milljarða íslenskra króna. Stofnendur fyrirtækisins, sem heitir Geysir Green Energy, eru FL Group, Glitnir og VGK Hönnun, sem varð nýlega til með sameiningu verkfræðistofanna VGK og Hönnunar og er stærsta verkfræðistofa landsins með um 250 starfsmenn. Fyrirtækið stefnir að því að verða leiðandi á sviði grænnrar orkuframleiðslu í heiminum. Í upphafi leggja fjárfestar 100 milljónir Bandaríkjadala, eða um sjö milljarða króna til fyrirtækisins. FL Group verður leiðandi hluthafi en auk Glitnis og VGK Hönnunar er gert ráð fyrir sölu hlutabréfa bæði innanlands og utan á næstu vikum og mánuðum. Forstjóri fyrirtækisins verður Ásgeir Margeirsson, framkvæmdastjóri Orkuveitu Reykjavíkur og staðgengill forstjórans þar. Í fyrirtækinu kemur því saman mikil reynsla á sviði alþjóðlegra fjárfestinga, hönnunar og orkuframleiðslu. Ásgeir Margeirsson, forstjóri fyrirtækisins, segir að Geysir Green Energy sjái verkefnin einna helst í Evrópu, Norður og Suður Ameríku og á mörgum stöðum í Asíu. Í þessum heimshlutum sé mikil þörf fyrir orku. "Þar er víða mikil þörf fyrir umhverfisvæna, græna orku til að minnka mengun," segir Ásgeir. Geysir Green Energy horfir m.a. til Indónesíu sem er mesta jarðhitaland í heimi og nánast til alls heimsins þar sem finna má jarðvarma.Þá leggur Glitnir hlut sinn í Enex Kína inn í Geysi og þar eru mikil verkefni framundan. Í austur Evrópu er víða mjög mengandi orkuiðnaður og þar hljóta verkefnin því að vera óþrjótandi? "Já, ég held að þau séu nánast ótæmandi. Þð er mikil þörf fyrir að minnka brennslu á olíu, gasi og kolum til húshitunar, svo dæmi sé tekið. Verð á þessari orku fer mjög vaxandi, hækkandi. Það hafa nýlega verið fréttir um verð á gasi frá Rússlandi og hækkun á því. Það ýtir undir þróun á jarðhitanotkun til húshitunar verulega," segir Ásgeir. Í tilkynningu frá Geysi segir að áætlað sé að orkuþörf jarðarbúa muni tvöfaldast á næstu fimmtíu árum og að hlutfall sjálfbærrar orkuframleiðslu muni aukast á kostnað hefðbundnari orkugjafa. Og Íslendingar standa vel hvað varðar þekkingu á þessu sviði. "Já við erum algerlega á toppnum hvað varðar hitaveituvæðingu og nýtingu á jarðvarma til húshitunar. Við erum öðrum framar í því og þar að auki höfum við mjög góða stöðu í samfélagi þjóðanna. Við eigum ekki óvini og okkur er vel tekið - ekki síst á þessu sviði," segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geysir Green Energy. Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira
Nýr íslenskur orkurisi varð til í dag þegar þegar tveir af öflugustu fjárfestum og stærsta verkfræðistofa landsins stofnuðu alþjóðlegt fyrirtæki á sviði grænnrar orkuframleiðslu. Fyrirtækið ætlar að ráðst í verkefni víðs vegar um heim og er áætlað að fjárfesta fyrir allt að sjötíu milljarða íslenskra króna. Stofnendur fyrirtækisins, sem heitir Geysir Green Energy, eru FL Group, Glitnir og VGK Hönnun, sem varð nýlega til með sameiningu verkfræðistofanna VGK og Hönnunar og er stærsta verkfræðistofa landsins með um 250 starfsmenn. Fyrirtækið stefnir að því að verða leiðandi á sviði grænnrar orkuframleiðslu í heiminum. Í upphafi leggja fjárfestar 100 milljónir Bandaríkjadala, eða um sjö milljarða króna til fyrirtækisins. FL Group verður leiðandi hluthafi en auk Glitnis og VGK Hönnunar er gert ráð fyrir sölu hlutabréfa bæði innanlands og utan á næstu vikum og mánuðum. Forstjóri fyrirtækisins verður Ásgeir Margeirsson, framkvæmdastjóri Orkuveitu Reykjavíkur og staðgengill forstjórans þar. Í fyrirtækinu kemur því saman mikil reynsla á sviði alþjóðlegra fjárfestinga, hönnunar og orkuframleiðslu. Ásgeir Margeirsson, forstjóri fyrirtækisins, segir að Geysir Green Energy sjái verkefnin einna helst í Evrópu, Norður og Suður Ameríku og á mörgum stöðum í Asíu. Í þessum heimshlutum sé mikil þörf fyrir orku. "Þar er víða mikil þörf fyrir umhverfisvæna, græna orku til að minnka mengun," segir Ásgeir. Geysir Green Energy horfir m.a. til Indónesíu sem er mesta jarðhitaland í heimi og nánast til alls heimsins þar sem finna má jarðvarma.Þá leggur Glitnir hlut sinn í Enex Kína inn í Geysi og þar eru mikil verkefni framundan. Í austur Evrópu er víða mjög mengandi orkuiðnaður og þar hljóta verkefnin því að vera óþrjótandi? "Já, ég held að þau séu nánast ótæmandi. Þð er mikil þörf fyrir að minnka brennslu á olíu, gasi og kolum til húshitunar, svo dæmi sé tekið. Verð á þessari orku fer mjög vaxandi, hækkandi. Það hafa nýlega verið fréttir um verð á gasi frá Rússlandi og hækkun á því. Það ýtir undir þróun á jarðhitanotkun til húshitunar verulega," segir Ásgeir. Í tilkynningu frá Geysi segir að áætlað sé að orkuþörf jarðarbúa muni tvöfaldast á næstu fimmtíu árum og að hlutfall sjálfbærrar orkuframleiðslu muni aukast á kostnað hefðbundnari orkugjafa. Og Íslendingar standa vel hvað varðar þekkingu á þessu sviði. "Já við erum algerlega á toppnum hvað varðar hitaveituvæðingu og nýtingu á jarðvarma til húshitunar. Við erum öðrum framar í því og þar að auki höfum við mjög góða stöðu í samfélagi þjóðanna. Við eigum ekki óvini og okkur er vel tekið - ekki síst á þessu sviði," segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geysir Green Energy.
Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira