Erlent

Erkibiskup í Póllandi viðurkennir spillingu

Erkibiskupinn hefur viðurkennt að hafa unnið með leynþjónustu landins á tímum sem kommúnistar voru við völd í landinu.
Erkibiskupinn hefur viðurkennt að hafa unnið með leynþjónustu landins á tímum sem kommúnistar voru við völd í landinu. MYND/AP

Nýskipaður erkibiskup í Varsjá í Póllandi viðurkenndi í dag að hann hefði unnið með leyniþjónustu landsins á þeim tímum sem kommúnistar voru við völd. Hann hafði áður neitað ásökunum þess efnis en þær raddir sem höfðu krafist afsagnar hans gerðust sífellt háværari.

Í tilkynningu sem hann sendi frá sér sagðist hann hafa skaðað kirkjuna, fyrst og fremst með athæfi sínu og síðan með því að neita ásökunum. Hann sagði líka að hann myndi hlíta ákvörðun páfa um framtíð sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×