Erlent

Vilja taka við flóttamönnum

Írösk stjórnvöld hafa lokað landamærunum að Sýrlandi og Íran til að stöðva vopnaflutninga og ferðir vígamanna til landsins. Ákvörðunin er liður í aðgerðum þeirra gegn uppreisnarmönnum sem hófust fyrir alvöru í gær. Vegatálmar voru settir upp víða um höfuðborgina Bagdad og hermenn fóru hús úr húsi í leit að vopnum og sprengiefnum. Þá greindu bandarísk stjórnvöld frá því í gær að þau væru reiðubúin til að taka við sjö þúsund íröskum flóttamönnum á næstunni og kvaðst Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna fagna þessu útspili í morgun. Yfir tvær milljónir Íraka eru landflótta og 1,7 milljónir til viðbótar eru á vergangi í eigin landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×