Viðskipti erlent

Bjórsala dróst saman í Evrópu

Guinness-bjór.
Guinness-bjór.

Áfengisframleiðinn Diageo skilaði 1,3 milljarða punda hagnaði á síðasta ári. Það svarar til rúmlega 172 milljarða íslenskra króna. Þetta er sjö prósenta samdráttur á milli ára en nokkru meira en ráð hafði verið gert í neikvæðri afkomuviðvörun sem fyrirtækið sendi frá sér fyrir skömmu. Fyrirtækið, sem er eitt það stærsta í heimi, framleiðir drykki á borð við Smirnoff-vodka, Johnnie Walker-viskí, Gordon's Gin og Guinnes-bjór.

Nick Rose, fjármálastjóri Diageo, segir í samtali við fréttastofu Reuters, að góð sala á Johnny Walker viskíinu hafi verið umfram væntingar og dregið úr samdrætti hjá fyrirtækinu.

Tekjur Diageo námu 4 milljörðum punda, tæplega 530 milljörðum íslenskra króna, á síðasta ári, sem er 4 milljónum pundum, eða um 530 milljónum krónum, meira en árið 2005.

Sala, sérstaklega á Guinnes, dróst nokkuð saman í Evrópu vegna hlýinden jókst í Norður-Ameríku, Suður-Ameríku og í Asíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×