Innlent

Íslenskar ljósmyndir 2006

Næstkomandi laugardag hefst árleg ljósmyndasýning Blaðaljósmyndarafélags íslands í Gerðarsafni í Kópavogi. Veitt verða verðlaun í 10 flokkum m.a. fyrir mynd ársins og fréttamynd. Vegleg peningaverðlaun verða veitt fyrir alla flokka, að mynd ársins undanskyldri. Glitnir leggur til verðlaunin.

Tæplega 2500 myndir bárust og valdi dómnefnd rúmlega 200 myndir úr þeim. Ari Sigvaldason formaður dómnefndar afhendir verðlaunin, en Geir H Haarde forsætisráðherra opnar sýninguna.

Á neðri hæð safnsins verður samsýning nokkurra ljósmyndara með myndum frá Kárahnjúkum.

Bókin Myndir ársins verður gefin út í tilefni sýningarinnar sem stendur yfir til 18. mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×