Innlent

Skákakademía Reykjavíkur sett á laggirnar

Mikil skákvakning hefur orðið á Íslandi síðustu ár, einkum meðal barna.
Mikil skákvakning hefur orðið á Íslandi síðustu ár, einkum meðal barna.

Borgarráð samþykkti í morgun að sett yrði á laggirnar sjálfseignarstofnunin Skákakademía Reykjavíkur. Markmið hennar er að vinna að eflingu skáklistarinnar í borginni. Þá er stefnt að því að Reykjavík verði orðin Skákhöfuðborg heimsins árið 2010.

Verkefnisstjóri verður ráðinn til sex mánaða til að undirbúa stofnunina. Akademían mun annast stefnumótun og framkvæmd í samráði við Skáksamband íslands, skákfélögin í Reykjavík, grunnskóla borgarinnar, félagasamtök, einstaklinga og fyrirtæki.

Framlag Reykjavíkurborgar er þrjár milljónir, en leitað verður eftir þátttöku annarra og stefnt að 20 milljón króna heildarstofnfé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×