Erlent

Reyndu ákaft að komast til Bandaríkjanna

Vera má að gyðingastúlkan Anna Frank væri enn á lífi ef bandarísk stjórnvöld hefðu veitt fjölskyldu hennar hæli á árum heimsstyrjaldarinnar síðari. Í bréfum sem Otto Frank, faðir Önnu, skrifaði til vina og ættingja árið 1941, og birt voru í gær, kemur fram að hann reyndi ákaft að koma sér og fjölskyldu til Bandaríkjanna. Ströng innflytjendalöggjöf kom hins vegar í veg fyrir að þau gætu yfirgefið Holland. Fjölskyldan faldi sig í skrifstofum Ottos í tvö ár þar til hún var handtekin og færð í þrælkunarbúðir nasista. Anna dó þar úr taugaveiki árið 1945 en dagbók hennar hefur haldið minningu hennar á lofti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×