Erlent

Venesúela bætir eftirlit við olíustöðvar

MYND/AP

Varnarmálaráðherra Venesúela sagði í dag að varnir landsins yrðu styrktar vegna yfirlýsinga hryðjuverkahóps um að ráðast ætti á olíustöðvar þeirra landa sem sjá Bandaríkjunum fyrir olíu. 11 prósent af olíu sem flutt er inn til Bandaríkjanna kemur frá Venesúela.

Herforinginn Raul Baduel sagði fréttamönnum í dag að leyniþjónusta landsins yrði þátttakandi í aðgerðunum og að bætt yrði við það eftirlit sem þegar er til staðar við olíustöðvarnar í landinu. Töluverð spenna hefur ríkt á milli ríkjanna tveggja vegna þjóðnýtingaráætlanna Hug Chavez, forseta Venesúela.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×