Erlent

Pútin styrkir tök sín í Téteníu

Vladimir Pútín, forseti Rússlands, hefur þótt sýna einræðislega tilburði í stjórnarháttum sínum undanfarið.
Vladimir Pútín, forseti Rússlands, hefur þótt sýna einræðislega tilburði í stjórnarháttum sínum undanfarið. MYND/AP
Vladimir Pútín, forseti Rússlands, setti ríkisstjóra Téteníu, Alu Alkhanov, í nýtt starf. Búist er við því að Ramzan Kadyrov, fyrrum uppresinarmaður sem er dyggilega studdur af Kremlverjum, eigi eftir að taka við sem ríkisstjóri. Samkvæmt fréttum þá bað Alkhanov um að verða leystur undan störfum og var hann skipaður aðstoðardómsmálaráðherra Rússlands.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×