Tónlist

Stemning á 90s-kvöldi

Þau Curver og Kiki-Ow standa fyrir 90s-kvöldinu á Nasa.
Þau Curver og Kiki-Ow standa fyrir 90s-kvöldinu á Nasa.

90s-kvöld verður haldið á Nasa næstkomandi föstudagskvöld á vegum Curvers og Kiki-Ow. Mikil stemning hefur verið á 90s-kvöldunum til þessa og er ólíklegt að nokkur breyting verði þar á.

Á meðal laga sem fá líkast til að hljóma verða No Limits með 2Unlimited, It"s My Life með Dr. Alban, Out Of Space með The Prodigy og I"m the Scatman með Scatman John. Gestaplötusnúður verður hinn breski DJ Wayne Paul og mun hann spila rave-tónlist í um klukkustund í lok kvöldsins. Partíið byrjar á miðnætti og er miðaverð 2.000 krónur. Forsala fer fram á nasa.is og í Spútnik. Aldurstakmark er 20 ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.