Erlent

Pútin lýsir yfir nýju vígbúnaðarkapphlaupi

Óli Tynes skrifar

Vladimir Putin forseti Rússlands lýsti í dag yfir nýju vígbúnaðarkapphlaupi sem hann sakar Bandaríkin um að hafa hrundið af stað. Putin sagði að tilraunaskot með langdrægri kjarnorkueldflaug í gær hafi verið svar við vígbúnaði Bandaríkjanna. Hann sagði einnig að Rússar myndu mæta Bandaríkjamönnum eldflaug fyrir eldflaug, til þess að viðhalda hernaðarjafnvægi í heiminum.

Putin er þarna að vísa til eldflaugavarnakerfis sem Bandaríkjamenn ætla að setja upp í Póllandi og Tékklandi. Ætlunin er að setja upp ratsjárnet í Tékklandi og tíu loftvarnaflaugar í Póllandi. Þetta varnarkerfi á að verja Vesturlönd fyrir eldflaugum svokallaðra útlagaríkja eins og Norður-Kóreu og Íran.

Bandaríkjamenn segja að þetta sé tóm della hjá Pútin. Tíu loftvarnaeldflaugar í Póllandi sé ekki nokkur ógn við Rússland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×