Körfuboltasérfræðingurinn Peter Vescey hjá New York Post greinir frá því í dag að LA Lakers og Indiana Pacers séu komin langt með að samþykkja leikmannaskipti sem gætu þýtt að miðherjinn Jermaine O´Neal færi til Los Angeles. Það yrði þá væntanlega í skiptum fyrir Lamar Odom og hugsanlega miðherjann unga Andrew Bynum.
O´Neal hefur verið einn besti stóri maðurinn í deildinni undanfarin ár en er talinn valtur í sessi í Indiana þar sem hann var óánægður með uppskeruna síðasta vetur. O´Neal myndi óneitanlega styrkja lið Lakers mikið ef af skiptunum yrði, því hann skoarði mað meðaltali 19,4 stig, hirti 9,6 fráköst og varði 2,6 skot að meðaltali í vetur þrátt fyrir að eiga við þrálát meiðsli að stríða.