Miami unnu Cleveland og San Antonio unnu Phoenix 6. apríl 2007 11:05 Shaq fór fyrir sínum mönnum Getty Images Tveir risaslagir voru í NBA-deildinni í nótt. Meistarar Miami Heat mættu LeBron James og félögum í Cleveland og höfðu sigur, 94-90 í framlengdum leik. Miami léku án Dwayne Wade og munar heldur betur um minna. Tröllið Shaq O'Neal var drjúgur og setti 20 stig og tók 8 fráköst og Antoine Walker var einnig í stuði og setti 20 stig á þeim 25 mínútum sem hann spilaði. Annars var það liðsheildin sem skóp sigur Miami. Sem fyrr var LeBron James allt í öllu hjá Cleveland, hann skoraði 35 stig, tók 9 fráköst og gaf 5 stoðsendingar en það dugði ekki til. Bæði lið eru búin að tryggja sér þátttökurétt í úrslitakeppninni en slást innbyrðis um heimaleikjaréttinn. Sem stendur er Miami í fjórða sæti og Cleveland í fimmta í Austurdeildinni en Cleveland á enn ágæta möguleika á að fara upp fyrir meistarana. Í hinum leik næturinnar unnu San Antonio Spurs granna sína í Phoenix Suns með 92 stigum gegn 85 eftir að hafa lagt grunninn að sigri í þriðja leikhluta sem þeir unnu með 13 stigum, en í þeim leikhluta fór Frakkinn Tony Parker á kostum og skoraði 15 af sínum 35 stigum. Parker var stigahæstur í liði Spurs en á eftir honum komu þeir Tim Duncan með 22 stig og Michael Finley með 19. Báðir tóku þeir 10 fráköst eins og Francisco Elson. Hjá Suns dreifðist skorið meira en Steve Nash var stigahæstur með 20 stig auk þess að gefa 7 stoðsendingar. Shawn Marion skoraði 17 og tók 13 fráköst og Amare Stoudemire skoraði 15 stig. Phoenix eru í öðru sæti Vesturdeildarinnar á eftir Dallas sem hafa því sem næst tryggt sér efsta sætið. San Antonio eru í þriðja sæti og geta enn náð Phoenix en þegar bæði lið eiga sjö leiki eftir hafa Phoenix unnið tveimur leikjum meira. Það verður nóg um að vera í NBA-deildinni í kvöld en þá fara fram 13 leikir. NBA Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Sjá meira
Tveir risaslagir voru í NBA-deildinni í nótt. Meistarar Miami Heat mættu LeBron James og félögum í Cleveland og höfðu sigur, 94-90 í framlengdum leik. Miami léku án Dwayne Wade og munar heldur betur um minna. Tröllið Shaq O'Neal var drjúgur og setti 20 stig og tók 8 fráköst og Antoine Walker var einnig í stuði og setti 20 stig á þeim 25 mínútum sem hann spilaði. Annars var það liðsheildin sem skóp sigur Miami. Sem fyrr var LeBron James allt í öllu hjá Cleveland, hann skoraði 35 stig, tók 9 fráköst og gaf 5 stoðsendingar en það dugði ekki til. Bæði lið eru búin að tryggja sér þátttökurétt í úrslitakeppninni en slást innbyrðis um heimaleikjaréttinn. Sem stendur er Miami í fjórða sæti og Cleveland í fimmta í Austurdeildinni en Cleveland á enn ágæta möguleika á að fara upp fyrir meistarana. Í hinum leik næturinnar unnu San Antonio Spurs granna sína í Phoenix Suns með 92 stigum gegn 85 eftir að hafa lagt grunninn að sigri í þriðja leikhluta sem þeir unnu með 13 stigum, en í þeim leikhluta fór Frakkinn Tony Parker á kostum og skoraði 15 af sínum 35 stigum. Parker var stigahæstur í liði Spurs en á eftir honum komu þeir Tim Duncan með 22 stig og Michael Finley með 19. Báðir tóku þeir 10 fráköst eins og Francisco Elson. Hjá Suns dreifðist skorið meira en Steve Nash var stigahæstur með 20 stig auk þess að gefa 7 stoðsendingar. Shawn Marion skoraði 17 og tók 13 fráköst og Amare Stoudemire skoraði 15 stig. Phoenix eru í öðru sæti Vesturdeildarinnar á eftir Dallas sem hafa því sem næst tryggt sér efsta sætið. San Antonio eru í þriðja sæti og geta enn náð Phoenix en þegar bæði lið eiga sjö leiki eftir hafa Phoenix unnið tveimur leikjum meira. Það verður nóg um að vera í NBA-deildinni í kvöld en þá fara fram 13 leikir.
NBA Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum