Innlent

Ban hittir Bush

Ban og Bush takast hér í  hendur að loknum viðræðum.
Ban og Bush takast hér í hendur að loknum viðræðum. MYND/AP

Forseti Bandaríkjanna, George W. Bush, tók á móti nýjum aðalritara Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, í Hvíta húsinu í gær. Bush sagði þar að Bandaríkin vildu vinna með Sameinuðu þjóðunum að friði með því að breiða út frelsi um heim allan.

Ban sagði að hann myndi þurfa á stuðningi Bandaríkjanna að halda til þess að geta leyst deilurnar í Líbanon, Norður-Kóreu og Sómalíu. Ban sagði einnig að ástandið í Mið-Austurlöndunum ylli honum miklum áhyggjum og lagði áherslu á að ástandið í Írak þyrfti að bæta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×