Viðskipti erlent

Óbreytt verðbólga á evrusvæðinu

Fáni Evrópusambandsins.
Fáni Evrópusambandsins.

Verðbólga mældist 1,9 prósent á evrusvæðinu í desember, samkvæmt endanlegum tölum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, sem birtar voru í dag. Þetta er í samræmi við bráðabirgðatölur, sem birtar voru fyrr í mánuðinum.

Verðbólga hækkaði nokkur mikið innan aðildarríkja myntbandalags Evrópusambandins á síðasta ári og fór hæst í 2,5 prósent í maí og júní í fyrra. Evrópski seðlabankinn hækkaði stýrivexti síðast í 3,5 prósent í síðasta mánuði líðins árs. Bankinn ákvað hins vegar að halda stýrivöxtum óbreyttum í síðustu viku en líkur benda til að vextirnir geti hækkað á næstu mánuðum, sérstaklega eftir að Englandsbanki hækkaði þá í síðustu viku.

Lægsta verðbólgan mældist í Finnlandi á síðasta ári eða 1,2 prósent samanborið við 3,2 prósenta verðbólgu á Grikklandi, sem var með hæstu verðbólgumælinguna. Í Slóveníu, sem tók upp evrur um áramótin, mældist 3 prósenta verðbólga á sama tíma. Verðbólga þar í landi kemur inn í mælingar evrópsku hagstofunnar þegar janúarmælingarnar verða gefnar út í næsta mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×