Viðskipti erlent

Boeing komið fram úr Airbus

Boeing-þota í háloftunum.
Boeing-þota í háloftunum.

Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus seldi færri flugvélar á síðsta ári en árið á undan. Airbus seldir 824 nýjar flugvélar á árinu samanborið við 1050 vélar sem Boeing seldi á sama tíma. Þetta staðfestir að Boeing hefur tekið fram úr Airbus sem umsvifamesti flugvélaframleiðandi í heimi.

Þrátt fyrir þetta afhenti Airbus viðskiptavinum sínum 434 nýjar flugvélar á síðasta ári, sem er 36 flugvélum meira en Boeing skilaði af sér.

Airbus og Boeing hafa att kappi um toppsætið í langan tíma en Airbus tók fram úr Boeing sem söluhæsti flugvélaframleiðandi í heimi árið 2000.

Tafir á framleiðslu A380 risaþotu Airbus hefur sett fyrirtækið í mikil vandræði og kostað fyrirtækið gríðarlegar fjárhæðir enda stefnir í að flugvélaframleiðandinn skili taprekstri á síðasta rekstrarári vegna þessa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×