Lífið

Pitt og Jolie flytja til New Orleans

Brad Pitt og Angelina Jolie voru glæsilæg á Golden Globe verðlaunaafhendingunni.
Brad Pitt og Angelina Jolie voru glæsilæg á Golden Globe verðlaunaafhendingunni. MYND/AP

Brad Pitt og Angelina Jolie hafa flutt fjölskyldu sína til New Orleans. Þau festu kaup á hefðarsetri fyrir um 247 miljónir króna í franska hluta borgarinnar.

Pitt er að ljúka við tökur á kvikmyndinni "The Curious Case of Benjamin Button" og hann var tilnefndur til Golden Globe verðlaunanna fyrir aukahlutverk sitt í Babel.

Á þessu ári meigum við búast við að sjá kappann í þriðju myndinni um Danny Ocean eða Ocean's Thirteen og vestranum The Assassination of Jesse James by the Coward Robert Ford.

Jolie leikur á móti Matt Damon í The Good Shepherd og er væntanleg í A Mighty Heart sem Pitt framleiðir. Ekki má gleyma hlutverki hennar sem rödd móður Grendel í íslensku framleiðslunni Beowulf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.