Erlent

Magnús Magnússon jarðsunginn í Skotlandi

Sjónvarpsmaðurinn Magnús Magnússon var jarðsunginn frá Baldernock-kirkju í heimabæ sínum Milngavie í Skotlandi nú skömmu fyrir hádegi. Magnús lést á heimili sínu sunnudaginn 7. janúar síðastliðinn, 77 ára að aldri.

Magnús var án efa einhver frægasti sonur íslensku þjóðarinnar á erlendri grund. Hann flutti til Skotlands með foreldrum sínum á fyrsta æviári og bjó þar alla tíð. Eftir nám í íslenskum fornbókmenntum sneri hann sér að blaðamennsku og brátt að störfum fyrir breska ríkisútvarpið, þar sem hann stjórnaði spurningaþættinum Mastermind í 25 ár við fádæma vinsældir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×