Viðskipti erlent

Stjórn Stork í órétti

Hollensku fyrirtækjasamstæðunni Stork hefur verið meinað að verja stjórn fyrirtækisins falli á hluthafafundi á morgun með því að beita atkvæðarétti nýútgefinna hlutabréfa. Dómur þar að lútandi féll í Hollandi fyrir stundu.

Fundurinn er haldinn að beiðni stærstu hluthafa í samstæðunni, bandarísku fjárfestingasjóðanna Paulson og Centaurus, en þeir hafa deilt við stjórnina um stefnu.

Sjóðirnir vilja selja jaðarstarfsemi frá samstæðunni en stjórnin hefur sett sig upp á móti því.

Matvælavinnsluvélafyrirtækið Marel, sem einnig á hlut í Stork, hefur áhuga á að kaupa Stork Food Systems, matvælahluta Stork.

Kjarnastarfsemi Stork er í flugvélaiðnaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×