Lífið

Íslensk Passat auglýsing gerir það gott

Wolkswagen Passat auglýsing frá Íslandi slær í gegn
Wolkswagen Passat auglýsing frá Íslandi slær í gegn

Ímyndarauglýsing fyrir Volkswagen Passat sem Hvíta húsið og Saga film gerðu fyrir bifreiðaumboðið HEKLU er nú sýnd við góðan orðstír á sjónvarpsstöðvum í Suður-Kóreu og Ungverjalandi. Útlit er fyrir að hróður íslenskrar auglýsingagerðar berist víðar því þegar hefur komið fyrirspurn frá Taívan um afnot af íslensku Passat-auglýsingunni.

Auglýsingin er öll hin vandaðasta en hún var tekin á 35 mm filmu á völdum stöðum í Reykjavík og á Nesjavöllum þar sem Volkswagen Passat líður um í svart-hvítum draumaheimi. Leikstjóri var Sævar Guðmundsson og Barði Jóhannsson í Bang Gang samdi tónlist sérstaklega fyrir þetta verkefni.

Passat-auglýsingin barst frá litla Íslandi til milljónamarkaðanna í Suður-Kóreu (49 milljónir íbúa) og Ungverjalandi (10 milljónir íbúa) fyrir tilstilli auglýsingastofu Volkswagen í Evrópu, DDB International.

„DDB hefur yfir að ráða öflugum gagna- og auglýsingabanka fyrir umboðsaðila VW um allan heim og þar sáu aðilar frá þessum löndum hana og föluðust eftir henni til sýninga," segir Kristinn R. Árnason hjá Hvíta húsinu.

Áætlaður sýningatími á auglýsingunni í þessum tveimur löndum er 2-3 mánuðir en tekjurnar eru þó takmarkaðar fyrir þá sem gerðu auglýsinguna því bæði þessi lönd eru frekar ódýrir markaðir, í samanburði við Vestur-Evrópu.

„Þessar fréttir komu okkur skemmtilega á óvart," segir Jón Trausti Ólafsson, markaðsstóri HEKLU, um þau tíðindi að auglýsing fyrirtækisins væri nú sýnd á milljónamörkuðum erlendis. „Þetta er mikil viðurkenning fyrir íslenska auglýsingagerð," bætir Jón Trausti við, „og sýnir svart á hvítu að við erum engir eftirbátar annarra þjóða í að gera áhugaverðar bílaauglýsingar. Ég útiloka ekki heldur að það verði framhald á þessu því nú þegar hafa umboðsaðilar Volkswagen í Taívan sýnt áhuga á að nota íslensku Passat-auglýsinguna."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.