Erlent

Heimsendir í nánd

Stjarneðlisfræðingurinn og hugsuðurinn Stephen Hawking segir jarðarbúum stafa meiri ógn af loftslagsbreytingum en hryðjuverkum og hvetur til stríðs gegn þeim. Mínútuvísir dómsdagsklukkunnar svokölluðu var færður fram um tvær mínútur í dag og lét Hawking þessi ummæli falla við það tækifæri.

Klukkunni stýra kjarneðlisfræðingar við Háskólann í Chicago og er hún til marks um hve stutt sé í gjöreyðingu vegna kjarnorkustyrjaldar. Ákveðið var að færa klukkuna nær örlagastundinni á miðnætti vegna óstöðugleika í kjarnorkumálum og alvarlegra áhrifa loftslagsbreytinga. Samkvæmt klukkunni eru því nú fimm mínútur í dómsdag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×