Innlent

Fjarðaál tekið til starfa

Álverið í Reyðarfirði er tekið til starfa. Geir H. Haarde forsætisráðherra ásamt framsóknarráðherrunum Jóni Sigurðssyni og Valgerði Sverrisdóttur og einum starfsmanni klipptu saman á borða í kerskála Alcoa Fjarðaáls á fjórða tímanum í dag og markaði sú athöfn formlegt upphaf starfseminnar. Hátíðarhöld hafa staðið yfir í Reyðarfirði í dag og þau halda áfram á Fáskrúðsfirði í kvöld þar sem slegið verður upp heljarinnar dansleik. Formleg vígsluathöfn álversins verður þó síðar enda er verksmiðjan enn í smíðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×