Bíó og sjónvarp

Halló Hafnarfjörður

Hilmar Jónsson
Hilmar Jónsson

Hafnarfjarðarleikhúsið er stórt í umsvifum á komandi vetri: sjö sýningar verða á fjölunum í áhaldahúsinu sem Hafnarfjarðarbær breytti í leikhús fyrir fáum árum. Þar hefur aðsetur leikflokkur Hilmars Jónssonar og Erlings Jóhannessonar og er með samning við bæinn og Leiklistaráð.

Frá fyrra leikári taka þeir upp Abbababb, söngleik eftir Dr. Gunna og Felix Bergsson. Um jól verður Augasteinn á ferð, en önnur verkefni eru ætluð fullorðnum: Blackbird eftir David Harrow sló í gegn á Edinborgarhátíð í leikstjórn Peter Stein og verður frumsýnt 5. október. Ögrandi verk um forboðið efni. Ugly Duck setur dansverk á svið og eftir áramótin er von á nýjum verkum eftir Hávar Sigurjónsson og Jón Atla, auk samvinnuverks listakvenna um móðurhlutverkið. Þessi aukning á umsvifum í Hafnarfjarðarleikhúsi er gleðileg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.