Innlent

Gera lítið úr ágreiningi

Formenn og varaformenn stjórnarflokkanna gerðu lítið úr ágreiningi sínum eftir að hafa verið á fundi í forsætisráðuneytinu í morgun. Engin niðurstaða er enn komin í málið.

Þrátt fyrir að stjórnarsáttmálinn geri ráð fyrir að klásúla um að auðlindir sjávar séu sameign þjóðarinnar, fari inn í stjórnarskrá, var ekki lögð á það áhersla að hálfu stjórnarliða í stjórnarskrárnefnd. Siv Friðleifsdóttir lýsti hinsvegar þeirri skoðun að ef þetta yrði ekki uppfyllt gæti það haft áhrif á stjórnarsamstarfið og hugsanlega þyrfti þá að mynda minnihlutastjórn fyrir kosningar.

Forsætisráðherra segir fundinn hafa farið vel fram og mörg mál hafi verið til umræðu. Og Geir sagði stjórnarsamstarfið ekki í neinni hættu. Og Þorgerður Katrín sagðist ekki taka undir með Sigurði Kára Kristjánssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins sem sagði að heilbrigðisráðherra ætti að segja af sér vegna yfirlýsinga sinna fyrir helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×