Erlent

Átta fórust í flugslysi í Austurríki

Ekki er vitað hvernig flugvélin og þyrlan lentu í árekstri.
Ekki er vitað hvernig flugvélin og þyrlan lentu í árekstri. MYND/AP

Átta manns létu lífið þegar lítil eins hreyfils flugvél lenti í árekstri við þyrlu yfir skíðasvæðinu í Zell am See í Austurríki í dag. Sjö voru um borð í þyrlunni en einn í flugvélinni og komst enginn lífs af. Mjög gott veður var á þessum slóðum, þegar slysið varð, og því er yfirvöldum hulin ráðgáta hvernig vélarnar gátu rekist hvor á aðra. Zell am See er eitt vinsælasta skíðasvæði Austurríkis og þangað fara fjölmargir Íslendingar á hverju ári. Ekkert bendir þó til að Íslendingar hafi verið verið um borð í þyrlunni sem fórst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×