Enski boltinn

Þrír leikir í enska í dag

Sunderland sækir granna sína í Newcastle heim í hádegisleiknum
Sunderland sækir granna sína í Newcastle heim í hádegisleiknum NordicPhotos/GettyImages

Þrír leikir eru á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og hefjast leikar í grannaslagnum í norðri þar sem Sunderland tekur á móti Newcastle. Leikurinn hefst klukkan 12:45 og er sýndur beint á Sýn 2.

Derby mætir Íslendingaliði West Ham klukkan 15:00 og klukkan 17:15 tekur Liverpool á móti Fulham. Allir leikirnir eru sýndir beint á Sýn 2.

Þá er rétt að minna á spænska boltann á Sýn í kvöld þar sem leikur Getafe og Barcelona er sýndur beint klukkan 18:50 og strax þar á eftir eigast við Valencia og Murcia í beinni, eða klukkan 20:50.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×