Enski boltinn

United nældi í efnilegan framherja

Sir Alex nældi í efnilegan framherja í gærkvöldi
Sir Alex nældi í efnilegan framherja í gærkvöldi NordicPhotos/GettyImages

Manchester United hafði í gærkvöld betur í kapphlaupi við Chelsea og Liverpool þegar félagið nældi í framherjann efnilega John Cofie frá Burnley. Cofie er aðeins 14 ára gamall, en sagt er að Burnley hafi neitað 250 þúsund punda tilboði Liverpool í leikmanninn í vikunni.

Cofie er Ganamaður en er fæddur í Þýskalandi en hann getur ekki skrifað undir venjulegan atvinnumannasamning við United fyrr en eftir þrjú ár vegna aldurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×