Körfubolti

Yi á eftir að verða betri en ég

Yi og Yao áttu fínan leik í fyrsta einvígi sínu í NBA deildinni
Yi og Yao áttu fínan leik í fyrsta einvígi sínu í NBA deildinni NordicPhotos/GettyImages

Kínverski risinn Yao Ming hjá Houston átti skínandi leik í nótt þegar 200 milljónir Kínverja fylgdust með liðinu sigra Milwaukee í sjónvarpi. Yao hefur tröllatrú á hinum 19 ára gamla landa sínum Yi Jianlian hjá Milwaukke.

Hinn tröllvaxni Yao Ming telst vera besti miðherjinn í NBA deildinni í dag og skoraði 28 stig og hirti 10 fráköst í leiknum í nótt. Hann bindur samt miklar vonir við landa sinn Yi sem er nýliði hjá Milwaukee.

"Hann hefur gríðarlega hæfileika," sagði Yao um félaga sinn hjá kínverska landsliðinu. "Hversu góður getur hann orðið? Ég get ekki sagt nákvæmlega til um það, en hann á eflaust eftir að verða betri en ég," sagði Yao.

Yi skoraði 19 stig og hirti 9 fráköst fyrir Milwaukee í nótt. En af hverju er Yao svona viss um að Yi verði betri en hann sjálfur? "Af því ég er orðinn svo gamall," sagði risinn ljúfi og brosti í samtali við USA Today.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×