Mosley lofar flugeldasýningu í kvöld 10. nóvember 2007 15:11 Shane Mosley NordicPhotos/GettyImages Von er á fjörugum bardaga í nótt þegar hinn ósigraði Miguel Cotto frá Portó Ríkó tekur á móti goðsögninni Shane "Sykurpúða" Mosley í veltivigt hnefaleika. Bardaginn verður í beinni á Sýn og hefst útsending klukkan eitt í nótt. Miguel Cotto hefur farið mikinn undanfarið og er taplaus með 30 sigra, þar af 25 á rothöggi. Andstæðingur hans í kvöld er enginn viðvaningur heldur. Shane Mosley hefur unnið 44 sigra (37 á rothöggi) og tapað 4 viðureignum á ferlinum. Hann hefur orðið heimsmeistari í þremur þyngdarflokkum. Sigurvegarinn í kvöld mun væntanlega reyna að skora á sigurvegarann í einvígi Ricky Hatton og Floyd Mayweather í næta mánuði. "Þetta er erfiðasti bardagi minn á ferlinum á pappírunum en ég ætla heim með titlana. Ég er tilbúinn í slaginn fyrir besta bardaga minn til þessa. Shane er frábær hnefaleikari en hann tapar þessum bardaga. Ég mun ganga út úr hringnum sem ósigraður heimsmeistari," sagði Cotto, sem sigraði Zab Judah nokkuð sannfærandi í síðasta bardaga sínum. Mosley er 35 ára gamall og er með mjög sannfærandi ferilskrá, þar sem hann hefur m.a. unnið Oscar de la Hoya og Fernando Vargas í tvígang. Hann vann síðast Luis Collazo í bardaga um WBC beltið í febrúar. "Cotto er frábær boxari en það er ég líka. Við eigum eftir að kveikja vel í Madison Square Garden og ég held ég hafi aldrei verið spenntari fyrir nokkrum bardaga - ég get ekki beðið. Þetta verður flugeldasýning," sagði Mosley. Box Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Sjá meira
Von er á fjörugum bardaga í nótt þegar hinn ósigraði Miguel Cotto frá Portó Ríkó tekur á móti goðsögninni Shane "Sykurpúða" Mosley í veltivigt hnefaleika. Bardaginn verður í beinni á Sýn og hefst útsending klukkan eitt í nótt. Miguel Cotto hefur farið mikinn undanfarið og er taplaus með 30 sigra, þar af 25 á rothöggi. Andstæðingur hans í kvöld er enginn viðvaningur heldur. Shane Mosley hefur unnið 44 sigra (37 á rothöggi) og tapað 4 viðureignum á ferlinum. Hann hefur orðið heimsmeistari í þremur þyngdarflokkum. Sigurvegarinn í kvöld mun væntanlega reyna að skora á sigurvegarann í einvígi Ricky Hatton og Floyd Mayweather í næta mánuði. "Þetta er erfiðasti bardagi minn á ferlinum á pappírunum en ég ætla heim með titlana. Ég er tilbúinn í slaginn fyrir besta bardaga minn til þessa. Shane er frábær hnefaleikari en hann tapar þessum bardaga. Ég mun ganga út úr hringnum sem ósigraður heimsmeistari," sagði Cotto, sem sigraði Zab Judah nokkuð sannfærandi í síðasta bardaga sínum. Mosley er 35 ára gamall og er með mjög sannfærandi ferilskrá, þar sem hann hefur m.a. unnið Oscar de la Hoya og Fernando Vargas í tvígang. Hann vann síðast Luis Collazo í bardaga um WBC beltið í febrúar. "Cotto er frábær boxari en það er ég líka. Við eigum eftir að kveikja vel í Madison Square Garden og ég held ég hafi aldrei verið spenntari fyrir nokkrum bardaga - ég get ekki beðið. Þetta verður flugeldasýning," sagði Mosley.
Box Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Sjá meira