Væntingar um matarverðslækkun of miklar 26. janúar 2007 18:53 Fjármálaráðherra hótar hertum samkeppnisreglum ef matarverð lækkar ekki um allt að sextán prósent eftir fyrsta mars. Hagar hyggjast lækka álagningu í sumum vöruflokkum til að mæta hækkunum frá heildsölum. Framkvæmdastjóri Kaupáss segir stjórnvöld hafa byggt upp of miklar væntingar um lækkun á matarverði. Hvort lækkanir á virðisaukaskatti og vörugjöldum skili sér til fólksins í landinu er prófsteinn á samkeppni á matvörumarkaði segir fjármálaráðherra. Ef það gerist hins vegar ekki þurfi að herða samkeppnisreglur til að auka samkeppnina. Jóhanna Waagfjörð ramkvæmdastjóri Haga sem reka meðal annars Bónus og Hagkaup, segist ekki skilja þessa hótun. Hagar séu í nánast daglegum samkiptum við samkeppnisstofnun og veiti henni allar þær upplýsingar sem óskað er eftir. Hækkunum heildsala verði í einhverjum tilvikum mætt með lækkun álagningar. Hins vegar sé það alveg ljós í sínum huga að matarverð mun lækka þann 1. mars, í samræmi við útreikninga hagstofunnar, eða um 8,7%. En ríkisstjórnin lofaði allt að 16 prósenta lækkun á matarverði. Eysteinn Helgason, framkvæmdastjóri Kaupáss sem rekur meðal annars Krónuna og Nóatún, segir stjórnvöld hafa byggt upp of miklar væntingar vegna lækkunar matarverðs. Hann segist þó viss um að samkeppnin muni sjá til þess að matarverð lækki. Hinsvegar hafi vörur hækkað umtalsvert vegna undirliggjandi verðbólgu frá því ríkisstjórnin tilkynnti um aðgerðir sínar. Fréttir Innlent Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Fjármálaráðherra hótar hertum samkeppnisreglum ef matarverð lækkar ekki um allt að sextán prósent eftir fyrsta mars. Hagar hyggjast lækka álagningu í sumum vöruflokkum til að mæta hækkunum frá heildsölum. Framkvæmdastjóri Kaupáss segir stjórnvöld hafa byggt upp of miklar væntingar um lækkun á matarverði. Hvort lækkanir á virðisaukaskatti og vörugjöldum skili sér til fólksins í landinu er prófsteinn á samkeppni á matvörumarkaði segir fjármálaráðherra. Ef það gerist hins vegar ekki þurfi að herða samkeppnisreglur til að auka samkeppnina. Jóhanna Waagfjörð ramkvæmdastjóri Haga sem reka meðal annars Bónus og Hagkaup, segist ekki skilja þessa hótun. Hagar séu í nánast daglegum samkiptum við samkeppnisstofnun og veiti henni allar þær upplýsingar sem óskað er eftir. Hækkunum heildsala verði í einhverjum tilvikum mætt með lækkun álagningar. Hins vegar sé það alveg ljós í sínum huga að matarverð mun lækka þann 1. mars, í samræmi við útreikninga hagstofunnar, eða um 8,7%. En ríkisstjórnin lofaði allt að 16 prósenta lækkun á matarverði. Eysteinn Helgason, framkvæmdastjóri Kaupáss sem rekur meðal annars Krónuna og Nóatún, segir stjórnvöld hafa byggt upp of miklar væntingar vegna lækkunar matarverðs. Hann segist þó viss um að samkeppnin muni sjá til þess að matarverð lækki. Hinsvegar hafi vörur hækkað umtalsvert vegna undirliggjandi verðbólgu frá því ríkisstjórnin tilkynnti um aðgerðir sínar.
Fréttir Innlent Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira