Innlent

Flugmenn semja við Icelandair

Flugmenn í Félagi íslenskra atvinnuflugmanna ákváðu á fjölmennum fundi sínum í gærkvöldi, að grípa ekki til aðgerða vegna uppsagna ellefu íslenskra flugmanna hjá Icelandair í haust.

Ástæðan er að Jón Karl Ólafsson forstjóri Icelandair og Jóhannes Bjarni Guðmundsson formaður FÍA handsöluðu samkomulag rétt fyrir fundinn um að uppsagnirnar yrðu dregnar til baka og hafnar yrðu viðræður félagsins við flugmenn um að skapa áframhaldandi sókn í erlendri leiguflugsstarfssemi með íslenskum flugmönnum.

Tilefni fundarins var það að dótturfélag Icelandair ætlaði að ráða erlenda flugmenn á sama tíma og uppsagnir þeirra íslensku áttu að taka gildi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×