Innlent

Reykjavík verði skákhöfuðborg

Framtíðin er björt fyrir unga skákmenn með hugmyndum borgarstjóra.
Framtíðin er björt fyrir unga skákmenn með hugmyndum borgarstjóra. Mynd/Ia

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri hefur gert það að tillögu sinni að stofnuð verði Skákakademía Reykjavíkur. Hugmynd hans er að stofnuð verði sjálfseignarstofnun sem vinni að eflingu skáklistarinnar í borginni með það að markmiði að Reykjavík verði orðin skákhöfuðborg heimsins árið 2010.

Skákakademíu Reykjavíkur verður ætlað að annast stefnumótun og framkvæmd í samráði við Skáksamband Íslands, skákfélögin í Reykjavík, grunnskóla í borginni, félagasamtök, einstaklinga og fyrirtæki. Framlag Reykjavíkurborgar til undirbúnings verður þrjár milljónir króna en leitað verður þátttöku annarra þannig að stofnfé nemi um 20 milljónum króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×