Erlent

Sýkt kjöt fór líklega í verslanir

Breskir embættismenn hafa viðurkennt að líkur séu á að sýkt kjöt af búi í Suffolk þar sem fuglaflensa greindist í síðustu viku hafi ratað í verslanir og verið selt neytendum. 160.000 kalkúnum hefur verið slátrað á búinu af ótta við að veikin geti breiðst út Málið er í rannsókn hjá yfirvöldum sem ítreka þó að almenningi stafi ekki hætta af kjötinu. Breska blaðið Independent segir að nú sé talið líklegast að sýkt kjöt sem komið var með frá Ungverjalandi til Bretlands sé kveikjan að smitinu í Suffolk, ekki farfuglar eins og talið var í fyrstu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×