Viðskipti erlent

Kaupa tölvur vegna Vista

GettyImages
Sprenging hefur orðið í sölu á nýjum heimilistölvum eftir að Windows Vista kom út. Samkvæmt sölutölum í Bandaríkjunum jókst salan um heil 173% á milli vikna eftir að stýrikerfið nýja kom út í lok janúar. Í nærri 60% seldra tölva hefur Vista verið uppsett og flestir velja dýrustu Premium-útgáfu stýrikerfisins. Svo virðist sem neytendur taki stýrikerfinu vel, en liðin voru meira en fimm ár síðan Microsoft gaf út forverann, Windows XP. Þetta eru góðar fréttir, bæði fyrir Microsoft og tölvuframleiðendur, en Vista gerir töluvert meiri kröfur til vélbúnaðar en XP. Fyrir þá sem kjósa Macintosh-tölvur fram yfir PC er nú hægt að setja upp Vista sem annað stýrikerfi við hlið Mac OS X, með sama hætti og hefur verið mögulegt með XP.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×