Erlent

Ætla að halda úranauðgun áfram

Ahmadinejad á góðri stund.
Ahmadinejad á góðri stund. MYND/AP

Íranar ætla að halda kjarnorkuáætlun sinni til streitu en vilja gera það í samræmi við alþjóðalög. Þetta sagði Mahmoud Ahmad/inejad, forseti Írans, á 28 ára afmælishátíð klerkabyltingarinnar í landinu í morgun. Búist hafði verið við að forsetinn myndi tilkynna um uppbyggingu í kjarnorkuverum sínum sem myndi stórauka afkastagetu þeirra til að auðga úran en um það stillti hann sig. Hann ítrekaði aftur á móti rétt landsins til slíkrar vinnslu. Búist er við að málefni Írans verði áfram efst á baugi á öryggismálaráðstefnunni í München í Þýskalandi sem heldur áfram í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×