Erlent

Royal kynnir stefnuskránna

Segolene Royal, forsetaefni franskra sósílista, kynnti í dag stefnuskrá sína fyrir kosningarnar í vor. Tillögur hennar eru í hundrað liðum og þær miða allar að því að gera Frakkland að sterkara og sanngjarnara þjóðfélagi. Royal leggur áherslu á að lífeyrisgreiðslur og lágmarkslaun verði hækkuð, harðar verði tekið á afbrotum ungmenna og 35 klukkustunda vinnuvika verði fest í sessi. Frakkar ganga að kjörborðinu í lok aprílmánaðar en skoðanakannanir benda til að Royal muni lúta í lægra haldi fyrir frambjóðanda íhaldsmanna, Nicholas Sarkozy.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×