Innlent

Geysir Green Energy leitar réttar síns

Geysir Green Energy ætlar að leita réttar síns vegna samnings sem fyrirtækið telur að hafi verið komin á um kaup á 10% hlut Grindavíkur í Hitaveitu Suðurnesja. Í bréfi sem fyrirtækið sendi einkavæðingarnefnd í gær er vakin athygli á þessu en Grindvíkingar tilkynntu nefndinni að sveitarfélagið hyggðist nýta sér forkaupsrétt á hlut ríkisins í Hitaveitunni.

Geysir Green heldur því fram að Grindvíkignar hafi með samningi við fyrirtækið afsalað sér rétti til þess að nýta forkaupsréttinn. Að sögn Baldurs Guðlaugssonar, formanns einkavæðingarnefndar mun nefndin ekki taka afstöðu til deilna milli þessara aðila. Nefndin muni virða forkaupsrétt Grindvíkinga og verði Geysir Green að útklá þetta mál á öðrum vettvangi. Ekki hefur náðst í forsvarsmann Geysir Green, sem er að stærstum hluta í eigu Glitnis og FL-Group, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×