Henin í undanúrslit

Justin Henine, stigahæsta tenniskona heims, tryggði sér í dag sæti í undanúrslitaleik Wimbledon mótsins þegar hún bar sigurorð af Serenu Williams frá Bandaríkjunum 6-4 3-6 og 6-3. Williams átti við meiðsli að stríða en barðist af miklum krafti. Henin mætir Marion Bartoli í undanúrslitum.