Sport

Dag­skráin í dag: Meistara­deild Evrópu, Besta kvenna og um­spil NBA

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Declan Rice skoraði tvö mörk í ótrúlegum sigri Arsenal á Real Madríd þegar liðin mættust síðast.
Declan Rice skoraði tvö mörk í ótrúlegum sigri Arsenal á Real Madríd þegar liðin mættust síðast. EPA-EFE/TOLGA AKMEN

Að venju eru sannkölluð veisludagskrá á rásum Stöðvar 2 Sport. Við fáum endanlega staðfest hvaða lið komast í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu karla í fótbolta, Besta deild kvenna í fótbolta heldur áfram að rúlla sem og umspilið í NBA-deildinni í körfubolta.

Stöð 2 Sport

Klukkan 19.00 er leikur Hauka og Grindavíkur í úrslitakeppni Bónus deildar kvenna á dagskrá. Um er að ræða oddaleik en Grindavík komst óvænt 2-0 yfir í einvíginu. Haukar, sem eru ríkjandi deildarmeistarar, hafa unnið tvo leiki í röð og því er allt undir í kvöld.

Klukkan 21.10 er Körfuboltakvöld kvenna á dagskrá.

Klukkan 23.30 tekur Chicago Bulls á móti Miami Heat í umspili NBA-deildarinnar. Klukkan 02.00 mætast Sacramento Kings og Dallas Mavericks.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 18.25 hefst upphitun fyrir leiki kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Klukkan 18.50 hefst útsending frá Madríd þar sem heimamenn í Real taka á móti Arsenal. Gestirnir frá Lundúnum leiða 3-0 eftir ótrúlegan sigur á Emirates-vellinum í fyrri leiknum.

Klukkan 21.00 eru Meistaradeildarmörkin á dagskrá. Þar verður farið yfir leiki kvöldsins.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 17.50 er leikur Víkings og Þórs/KA í 1. umferð Bestu deild kvenna á dagskrá.

Vodafone Sport

Klukkan 18.50 hefst útsending frá Mílanó þar sem Inter tekur á móti Bayern München í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Heimamenn í Inter leiða 2-1 eftir sigur í Bæjaralandi í fyrri leik liðanna.

Klukkan 22.30 er leikur Phillies og Giants í MLB-deildinni í hafnabolta á dagskrá.

Besta deildin

Klukkan 17.50 er leikur Tindastóls og nýliða FHL í 1. umferð Bestu deildarinnar á dagskrá.

Besta deildin 2

Klukkan 17.50 er leikur Vals og FH í 1. umferð Bestu deildarinnar á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×