Ásthildur Helgadóttir leggur skóna á hilluna 3. desember 2007 16:05 Ásthildur Helgadóttir er ein besta knattspyrnukona Íslands fyrr og síðar MYND/Pjetur Ásthildur Helgadóttir, ein besta knattspyrnukona Íslendingar hafa átt, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Ásthildur hefur átt við þrálát meiðsli að stríða og ákvað að taka ekki tilboði sænska félagsins Malmö um að framlengja samning sinn þar ytra. Að baki liggur farsæll ferill með félagsliðum hér heima og erlendis, sem og íslenska landsliðinu. Hún staðfesti þessi tíðindi í samtali við Vísi í dag. "Ég reif liðþófa í maí en hélt áfram að spila af því gekk svo vel og harkaði af mér í gegn um leikina með landsliðinu. Eftir það fór ég í speglun og hef eiginlega ekkert lagast síðan. Sú ákvörðun var svo tekin í samráði við lækna að skynsamlegast væri að hætta," sagði Ásthildur, sem er 31 árs gömul. Hættir sátt Hún segist sátt við þá ákvörðun því hún geti ekki kvartað yfir því sem hún hafi áorkað á ferlinum. "Ég er nú að vonast til þess að geta aðeins leikið mér í fótbolta í framtíðinni, farið á skíði og í golf og svona. Ég er með þessu að útiloka að ég spili hérna heima næsta sumar eða í framtíðinni." "Þeir hjá Malmö vildu semja við mig áfram þó hnéð á mér væri svona og ég hefði geta stillt eitthvað af hvað ég hefði æft og spilað mikið, en ég vil vera í þessu 100% ef ég á að vera það á annað borð. Ég held að sé betra að hætta alveg en að vera kannski að æfa minna og spila minna. Ég er mjög sátt við ferilinn minn og sé ekki ástæðu til að vera rembast meira við þetta úr því að hnéð er svona," sagði Ásthildur. Hún er þó ekki búin að segja skilið við fótboltann. "Auðvitað verð ég á einhvern hátt í þessu áfram þó ég sé ekki að spila. Það kemur örugglega til greina að fara út í þjálfun eða eitthvað í framtíðinni því við sem erum búin að vera í þessu svona lengi verðum auðvitað að miðla okkar reynslu áfram," sagði Ásthildur. Hún mun starfa sem útsendari Malmö hér á Íslandi á næstunni og hafa auga með efnilegum leikmönnum fyrir hönd sænska félagsins. Glæsilegur ferill að baki Ásthildur lítur sátt yfir farinn veg í boltanum. "Ég hef verið ótrúlega heppin með þjálfara og meðspilara á mínum ferli og hann er orðinn svo langur að maður man þetta ekki alveg allt," sagði hún hlæjandi. "Það var mér mjög minnistætt þegar ég byrjaði með landsliðinu árið 1994 og skoraði fjögur mörk á móti Grikkjum. Það var mjög gaman að koma inn í landsliðið þá. Svo var ég valin í úrvalsliðið í háskólaboltanum í Bandaríkjunum í mjög sterkri deild og það er búið að vera rosalega gaman að spila í Svíþjóð. Það er búinn að vera mikill heiður að fá að vera fyrirliði landsliðsins allan þennan tíma. Hérna heima var kannski fyrsti meistaratitillinn með KR mjög eftirminnilegur af því hann markaði upphafið á góðu tímabili í sögu félagsins," sagði Ásthildur. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Ásthildur Helgadóttir, ein besta knattspyrnukona Íslendingar hafa átt, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Ásthildur hefur átt við þrálát meiðsli að stríða og ákvað að taka ekki tilboði sænska félagsins Malmö um að framlengja samning sinn þar ytra. Að baki liggur farsæll ferill með félagsliðum hér heima og erlendis, sem og íslenska landsliðinu. Hún staðfesti þessi tíðindi í samtali við Vísi í dag. "Ég reif liðþófa í maí en hélt áfram að spila af því gekk svo vel og harkaði af mér í gegn um leikina með landsliðinu. Eftir það fór ég í speglun og hef eiginlega ekkert lagast síðan. Sú ákvörðun var svo tekin í samráði við lækna að skynsamlegast væri að hætta," sagði Ásthildur, sem er 31 árs gömul. Hættir sátt Hún segist sátt við þá ákvörðun því hún geti ekki kvartað yfir því sem hún hafi áorkað á ferlinum. "Ég er nú að vonast til þess að geta aðeins leikið mér í fótbolta í framtíðinni, farið á skíði og í golf og svona. Ég er með þessu að útiloka að ég spili hérna heima næsta sumar eða í framtíðinni." "Þeir hjá Malmö vildu semja við mig áfram þó hnéð á mér væri svona og ég hefði geta stillt eitthvað af hvað ég hefði æft og spilað mikið, en ég vil vera í þessu 100% ef ég á að vera það á annað borð. Ég held að sé betra að hætta alveg en að vera kannski að æfa minna og spila minna. Ég er mjög sátt við ferilinn minn og sé ekki ástæðu til að vera rembast meira við þetta úr því að hnéð er svona," sagði Ásthildur. Hún er þó ekki búin að segja skilið við fótboltann. "Auðvitað verð ég á einhvern hátt í þessu áfram þó ég sé ekki að spila. Það kemur örugglega til greina að fara út í þjálfun eða eitthvað í framtíðinni því við sem erum búin að vera í þessu svona lengi verðum auðvitað að miðla okkar reynslu áfram," sagði Ásthildur. Hún mun starfa sem útsendari Malmö hér á Íslandi á næstunni og hafa auga með efnilegum leikmönnum fyrir hönd sænska félagsins. Glæsilegur ferill að baki Ásthildur lítur sátt yfir farinn veg í boltanum. "Ég hef verið ótrúlega heppin með þjálfara og meðspilara á mínum ferli og hann er orðinn svo langur að maður man þetta ekki alveg allt," sagði hún hlæjandi. "Það var mér mjög minnistætt þegar ég byrjaði með landsliðinu árið 1994 og skoraði fjögur mörk á móti Grikkjum. Það var mjög gaman að koma inn í landsliðið þá. Svo var ég valin í úrvalsliðið í háskólaboltanum í Bandaríkjunum í mjög sterkri deild og það er búið að vera rosalega gaman að spila í Svíþjóð. Það er búinn að vera mikill heiður að fá að vera fyrirliði landsliðsins allan þennan tíma. Hérna heima var kannski fyrsti meistaratitillinn með KR mjög eftirminnilegur af því hann markaði upphafið á góðu tímabili í sögu félagsins," sagði Ásthildur.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira