Íslenski boltinn

„Gott að vera komin heim“

Stefán Marteinn Ólafsson skrifar
Berglind Björg er mætt aftur í grænt.
Berglind Björg er mætt aftur í grænt. Breiðablik

Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Breiðablik í kvöld þegar þær kjöldrógu nágrana sína í Stjörnunni 6-1 í fyrstu umferð Bestu deild kvenna. Frábær byrjun á mótinu hjá Íslandsmeisturunum.

„Við áttum frábæran fyrri hálfleik og í raun kláruðum leikinn bara þá. Vorum pínu „sloppy“ í seinni hálfleik en við kláruðum samt verkið í dag“ sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir framherji Breiðabliks eftir sigurinn í kvöld.

Breiðablik létu á alls oddi í fyrri hálfleik og fóru með 5-1 forystu inn í hálfleikinn.

„Við erum búnar að eiga gott undirbúningstímabil og allir mjög spenntir að fara inn í mótið og bara geggjað að byrja með svona miklum krafti“

„Við erum vanar að skora fullt af mörkum og það bara gekk vel upp í dag“

Berglind Björg skoraði eins og áður kom fram tvö mörk í dag en var svo kippt útaf á 70. mínútu þegar hún var á þrennunni.

„Það hefði verið gaman að setja þrjú mörk en á sama tíma þá vorum við með ferska leikmenn á bekknum og ég var búin að skora tvö mörk í dag þannig það var bara fínt“

Sumarið horfir vel við liðið Breiðabliks og hópurinn er spenntur fyrir komandi átökum í sumar.

„Við erum mjög spenntar og bara gott „statement“ að byrja vinna 6-1 hérna í kvöld og ég er bara mjög spennt fyrir framhaldinu“

Berglind Björg Þorvaldsdóttir er mætt aftur í búning Breiðabliks en hún skipti yfir frá Val fyrir komandi tímabil og sagði tilfinninguna frábæra.

„Bara frábær. Gott að vera komin heim“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×