Innlent

Dæmdur í skilorðsbundið hálfs árs fangelsi fyrir skattsvik

Karlmaður var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í hálfs árs fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir vangreiðslu á virðisaukaskatti og öðrum opinberum gjöldum. Auk þess var hann dæmdur til að greiða 8,5 milljónir í ríkissjóð, annars bætast fjórir mánuðir við fangelsisdóm hans. Skattabrotin áttu sér stað á árunum 2000 og 2001 þegar maðurinn gerðist uppvís að því að greiða ekki rúmar 600 þúsund krónur í virðisaukaskatt og rúmlega 3,5 milljónir í önnur opinber gjöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×