Viðskipti innlent

Hreiðar og Sigurður með nær tvöföld laun forstjóra Nokia

MYND/GVA
Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, og Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri sama banka eru hæstlaunuðu stjórnendur í skráðum hlutafélögum á Norðurlöndum, með þó nokkurt forskot á næsta mann. Vefútgáfa sænska viðskiptablaðsins Affers-varlden greinir frá þessu, og segir þá félaga vera með tæpar átta hundruð milljónir hvorn í árslaun, séu bónusar og aðrar greiðslur reiknaðar með. Forstjóri símarisans Nokia, stærsta almenningshlutafélags Norðurlanda, þénar rétt rúman helming þeirrar upphæðar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×