Fækkun ferðamanna mögulega leitt til hraðari lækkunar stýrivaxta Eiður Þór Árnason skrifar 22. júlí 2024 13:42 Jón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Greining Íslandsbanka hefur lækkað hagvaxtarspá sína í ljósi fækkunar ferðamanna í júní og telur þróunina geta dregið úr spennu á vinnu- og íbúðamarkaði fyrr en áður var talið. Erlendum farþegum um Keflavíkurflugvöll fækkaði um níu prósent milli ára í júní og nú talið að fyrri spá um fjölgun ferðamanna yfir háönn muni ekki ganga eftir. Óvíst er hvaða áhrif fækkunin mun hafa á verðbólgu en minni spenna í hagkerfinu og hagfelldari verðbólguhorfur til meðallangs tíma gætu að mati Greiningar Íslandsbanka orðið til þess að stýrivextir Seðlabankans yrðu lækkaðir hraðar en gert var ráð fyrir í vorspá bankans. Þá gerði bankinn ráð fyrir að stýrivextir yrðu að jafnaði 7,5 prósent á næsta ári og 5,5 prósent árið 2026. Þeir eru í dag 9,25 prósent. Bandaríkjamönnum fækkar mikið Nærri fjórir af hverjum tíu þeirra erlendu farþega sem fóru um Keflavíkurflugvöll í síðasta mánuði voru með bandarískt ríkisfang en gestum þaðan fækkaði um tæp 20 prósent frá síðasta ári. Frá áramótum mælist 1 prósent fjölgun í fjölda erlendra farþega sem farið hafa um Keflavíkurflugvöll en fjöldinn í júní var umtalsvert minni en Greining Íslandsbanka hafði spáð. Horfur fyrir háönn og þar með ferðaþjónustuárið í heild eru því sagðar lakari en í maí þegar Greining Íslandsbanka spáði ríflega 4 prósent aukningu ferðamanna frá síðasta ári. Veðrið hefur ekki alltaf leikið við erlenda ferðamenn á suðvesturhorninu í sumar. Vísir/Vilhelm „Þótt ekki sé langt um liðið frá því spáin kom út eru undanfarið vaxandi vísbendingar um að ferðamönnum til landsins muni ekki fjölga þetta árið og einhver fækkun milli ára virðist raunar nokkuð líkleg,“ segir í samantekt Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka. Greining Íslandsbanka spáði áður 0,9 prósent hagvexti á þessu ári en hefur nú fært spánna niður í 0,4 prósent. Geti dregið úr eftirspurn eftir húsnæði Talið er að fækkun ferðamanna í júní geti gefið tóninn fyrir sumarið í heild en einnig eru vísbendingar um að dvalartími ferðamanna sé að styttast og tekjur af hverjum þeirra að dragast saman að raunvirði. Ferðamálastofa spáir því nú að ferðamönnum muni fækka um 2 prósent frá því í fyrra. Færri erlendir ríkisborgarar fóru um Keflavíkurflugvöll í júní samanborið við sama tíma í fyrra. Vísir/Vilhelm Minni tekjur ferðaþjónustunnar eru sagðar geta haft áhrif víða í hagkerfinu, til að mynda á vöxt útflutnings, hagvöxt, viðskiptajöfnuð, gengi krónu, fjölda starfa á vinnumarkaði og íbúðamarkað. Telur Greining Íslandsbanka að fækkun ferðamanna geti orðið til þess að færri störf verði í boði í ferðaþjónustu á seinni helmingi ársins og spenna á íbúðamarkaði gæti minnkað vegna tilfærslu á íbúðum úr skammtímaleigu í langtímaleigu eða í sölu. Þá geti fækkun starfa á endanum leitt til þess að samdráttur verði í fólksflutningum til landsins og um leið eftirspurn eftir húsnæði. Íslenska krónan Ferðamennska á Íslandi Íslandsbanki Seðlabankinn Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira
Erlendum farþegum um Keflavíkurflugvöll fækkaði um níu prósent milli ára í júní og nú talið að fyrri spá um fjölgun ferðamanna yfir háönn muni ekki ganga eftir. Óvíst er hvaða áhrif fækkunin mun hafa á verðbólgu en minni spenna í hagkerfinu og hagfelldari verðbólguhorfur til meðallangs tíma gætu að mati Greiningar Íslandsbanka orðið til þess að stýrivextir Seðlabankans yrðu lækkaðir hraðar en gert var ráð fyrir í vorspá bankans. Þá gerði bankinn ráð fyrir að stýrivextir yrðu að jafnaði 7,5 prósent á næsta ári og 5,5 prósent árið 2026. Þeir eru í dag 9,25 prósent. Bandaríkjamönnum fækkar mikið Nærri fjórir af hverjum tíu þeirra erlendu farþega sem fóru um Keflavíkurflugvöll í síðasta mánuði voru með bandarískt ríkisfang en gestum þaðan fækkaði um tæp 20 prósent frá síðasta ári. Frá áramótum mælist 1 prósent fjölgun í fjölda erlendra farþega sem farið hafa um Keflavíkurflugvöll en fjöldinn í júní var umtalsvert minni en Greining Íslandsbanka hafði spáð. Horfur fyrir háönn og þar með ferðaþjónustuárið í heild eru því sagðar lakari en í maí þegar Greining Íslandsbanka spáði ríflega 4 prósent aukningu ferðamanna frá síðasta ári. Veðrið hefur ekki alltaf leikið við erlenda ferðamenn á suðvesturhorninu í sumar. Vísir/Vilhelm „Þótt ekki sé langt um liðið frá því spáin kom út eru undanfarið vaxandi vísbendingar um að ferðamönnum til landsins muni ekki fjölga þetta árið og einhver fækkun milli ára virðist raunar nokkuð líkleg,“ segir í samantekt Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka. Greining Íslandsbanka spáði áður 0,9 prósent hagvexti á þessu ári en hefur nú fært spánna niður í 0,4 prósent. Geti dregið úr eftirspurn eftir húsnæði Talið er að fækkun ferðamanna í júní geti gefið tóninn fyrir sumarið í heild en einnig eru vísbendingar um að dvalartími ferðamanna sé að styttast og tekjur af hverjum þeirra að dragast saman að raunvirði. Ferðamálastofa spáir því nú að ferðamönnum muni fækka um 2 prósent frá því í fyrra. Færri erlendir ríkisborgarar fóru um Keflavíkurflugvöll í júní samanborið við sama tíma í fyrra. Vísir/Vilhelm Minni tekjur ferðaþjónustunnar eru sagðar geta haft áhrif víða í hagkerfinu, til að mynda á vöxt útflutnings, hagvöxt, viðskiptajöfnuð, gengi krónu, fjölda starfa á vinnumarkaði og íbúðamarkað. Telur Greining Íslandsbanka að fækkun ferðamanna geti orðið til þess að færri störf verði í boði í ferðaþjónustu á seinni helmingi ársins og spenna á íbúðamarkaði gæti minnkað vegna tilfærslu á íbúðum úr skammtímaleigu í langtímaleigu eða í sölu. Þá geti fækkun starfa á endanum leitt til þess að samdráttur verði í fólksflutningum til landsins og um leið eftirspurn eftir húsnæði.
Íslenska krónan Ferðamennska á Íslandi Íslandsbanki Seðlabankinn Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira