„Sérkennileg“ hækkun íbúðaverðs á tímum hárra vaxta Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. júlí 2024 19:16 Meðal þess sem kann að skýra hækkun íbúðaverðs er aukin eftirspurn eftir húsnæði á öðrum svæðum í kjölfar jarðhræringanna í Grindavík. Vísir/Vilhelm Íbúðaverð hefur hækkað umfram verðbólgu á öllu landinu undanfarna mánuði. Þetta er sérkennileg þróun á tímum hárra vaxta að mati hagfræðings. Nýjar tölur frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sýna að vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4 prósent í júní. Íbúðaverð á landsvísu hefur hækkað um 9,1 prósent á síðustu tólf mánuðum, sem er rúmum þremur prósentustigum yfir verðbólgu sem á sama tíma hefur mælst 5,8 prósent. Þá nam raunverðshækkun vísitölu íbúðaverðs á ársgrundvelli nam 3,1 prósentum í júní, en til samanburðar hækkaði íbúðaverð um 2 prósent að raunvirði í maí og 0,3 prósent að raunvirði í apríl. „Fasteignaverð er að taka svolítið við sér. Við höfum fengið ágætis hækkun núna tvo mánuði í röð en á þessum tíma í fyrra þá var mjög lítið að gera, þá sáum við einstaka lækkanir á milli mánaða,“ segir Una Jónsdóttir, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans. Una Jónsdóttir, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans.Sigurjón Ólason Þá hefur sala einnig aukist frá því í fyrra, en um þrjátíu prósent fleiri kaupsamningar hafa verið undirritaðir samanborið við sama tíma í fyrra. „Það er svolítið sérkennilegt að þetta sé að eiga sér stað á þeim tíma þar sem við búum við svona ofboðslega háa vexti og höfum gert það í dágóðan tíma,“ segir Una. Nokkrir þættir kunni að skýra þessa þróun. „Þetta gæti verið af því að það eru væntingar um vaxtalækkanir framundan, að það hreyfi svolítið við eftirspurninni. Svo er líka hægt að benda mögulega á áhrif vegna Grindavíkur, það er að segja þar varð stóraukin þörf á íbúðarhúsnæði annars staðar þegar fólk frá Grindavík þurfti að flýja.“ Ekki sé útilokað að fasteignaverð haldi áfram að hækka. „Það getur alveg haldið svona áfram eitthvað næstu mánuði, það er alveg útlit fyrir það að íbúðir haldi aðeins áfram að hækka,“ segir Una. Húsnæðismál Efnahagsmál Grindavík Fasteignamarkaður Mest lesið Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Viðskipti innlent Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Neytendur Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Ólöf til liðs við Athygli Atvinnuleysi tvöfaldaðist í september Lög um Bankasýsluna verði afnumin Tekjur jukust um sjö prósent milli ára Hagnaður dregst saman um tæpa tvo milljarða króna Carbfix hlaut Nýsköpunarverðlaunin Bein útsending: Markaðsmál í brennidepli á nýsköpunarþingi Sjá meira
Nýjar tölur frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sýna að vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4 prósent í júní. Íbúðaverð á landsvísu hefur hækkað um 9,1 prósent á síðustu tólf mánuðum, sem er rúmum þremur prósentustigum yfir verðbólgu sem á sama tíma hefur mælst 5,8 prósent. Þá nam raunverðshækkun vísitölu íbúðaverðs á ársgrundvelli nam 3,1 prósentum í júní, en til samanburðar hækkaði íbúðaverð um 2 prósent að raunvirði í maí og 0,3 prósent að raunvirði í apríl. „Fasteignaverð er að taka svolítið við sér. Við höfum fengið ágætis hækkun núna tvo mánuði í röð en á þessum tíma í fyrra þá var mjög lítið að gera, þá sáum við einstaka lækkanir á milli mánaða,“ segir Una Jónsdóttir, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans. Una Jónsdóttir, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans.Sigurjón Ólason Þá hefur sala einnig aukist frá því í fyrra, en um þrjátíu prósent fleiri kaupsamningar hafa verið undirritaðir samanborið við sama tíma í fyrra. „Það er svolítið sérkennilegt að þetta sé að eiga sér stað á þeim tíma þar sem við búum við svona ofboðslega háa vexti og höfum gert það í dágóðan tíma,“ segir Una. Nokkrir þættir kunni að skýra þessa þróun. „Þetta gæti verið af því að það eru væntingar um vaxtalækkanir framundan, að það hreyfi svolítið við eftirspurninni. Svo er líka hægt að benda mögulega á áhrif vegna Grindavíkur, það er að segja þar varð stóraukin þörf á íbúðarhúsnæði annars staðar þegar fólk frá Grindavík þurfti að flýja.“ Ekki sé útilokað að fasteignaverð haldi áfram að hækka. „Það getur alveg haldið svona áfram eitthvað næstu mánuði, það er alveg útlit fyrir það að íbúðir haldi aðeins áfram að hækka,“ segir Una.
Húsnæðismál Efnahagsmál Grindavík Fasteignamarkaður Mest lesið Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Viðskipti innlent Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Neytendur Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Ólöf til liðs við Athygli Atvinnuleysi tvöfaldaðist í september Lög um Bankasýsluna verði afnumin Tekjur jukust um sjö prósent milli ára Hagnaður dregst saman um tæpa tvo milljarða króna Carbfix hlaut Nýsköpunarverðlaunin Bein útsending: Markaðsmál í brennidepli á nýsköpunarþingi Sjá meira