Innlent

Kynjum ekki mismunað á skákþingi

Kynjunum er ekki mismunað á Skákþingi Íslands sem nú er haldið. Í fréttum okkar í gær kom fram að í landsliðsflokki kepptu bara karlar. Þar geta þó bæði konur og karlar keppt nái þau tilskildum árangri.

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, forseti Skáksambands Íslands, segir að þetta árið hafi engin kona náð í þann flokk en Lenka Petasníkóva, Íslandsmeistara kvenna í skák, þegið boð um að keppa. Guðfríður Lilja segir síðan keppt í A og B flokki kvenna til að hvetja konur til dáða í skák. Sú keppni sé óháð landsliðsflokki. Það skýri mun á verðlaunafé milli landsliðsflokks og kvennaflokks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×