25 ríkustu 26. maí 2007 06:00 Samkvæmt úttekt vikublaðsins Sirkuss í gær eiga 25 ríkustu Íslendingarnir einhverja eitt þúsund og þrjú hundruð milljarða í alls konar verðbréfum, eignarhlutum, reiðufé og guð má vita hvað út um allar jarðir og ekkert nema gott um það að segja. Listinn yfir þessa 25 ríkustu innihélt kunnugleg andlit. Þarna er margt af okkar besta afreksfólki - sjálft landsliðið á sviði fjármála - og uppgangur þess verið ævintýralegur í mörgum tilvikum eins og greint hefur verið skilmerkilega frá í fjölmiðlum með reglulegu millibili á undanförnum árum. REYNDAR brá aðeins skugga á feril þess ríkasta er greint var frá því fyrir nokkrum árum af gulu pressunni sem þá var hér á landi, að viðkomandi hefði verið uppvís að því að hafa ekki getað greitt fyrir ís í brauðformi eða eitthvað slíkt í sjoppu í Reykjavík, en þá vildi svo óheppilega til að hann hafði gleymt debetkortinu sínu heima, ef ég man rétt. Frá þessu var greint við misjafnar undirtektir enda töldu sumir að hér hefði verið ráðist allharkalega inn í einkalíf viðkomandi, sem er út af fyrir sig sjónarmið, en aðrir brostu út í annað og hugsuðu með sér hversu yndislegt það væri nú að þrátt fyrir allt og allt gætu svona hversdagsleg vandamál komið fyrir jafnvel þá ofsaríku líka. Það gladdi marga á einhvern hátt. Allir eru jafnir úti í sjoppu og verða að hafa debetkort eða klink. FYRIR nokkru síðan, verð ég að viðurkenna, fór hins vegar áhugi minn satt að segja að dvína töluvert á þessum fréttum sem dynja reglulega á Íslendingum af ríka fólkinu og hvað það sé að gera og hversu mikla peninga það eigi þá og þá stundina. Ég renni yfir þetta í blöðunum og ég segi kannski „ja, hérna" og „ég skal segja þér það" og slæ mér á lær að gömlum íslenskum sið ef sá gállinn er á mér, sýp kaffi og held svo áfram að lesa. NEI ég segi svona. Í hreinskilni sagt er ónæmið gagnvart hinum himinháu fjárhæðum orðið töluvert, en því hefur einmitt verið haldið fram af málsmetandi mönnum að í raun og veru nemi mannshugurinn illa þá miklu upphæð sem felst í orðinu „milljarður". Hugurinn lætur sér fátt um finnast. Þegar talið fer að snúast um milljarða er eins og mannshugurinn hætti að telja og 1.300 milljarðar verða bara að einhverri tölu, án samhengis við daglegt líf. Hversu margir ísar í brauðformi eru 1.300 milljarðar? Talan gæti allt eins verið 1.300 trilljarðar eða skrilljarðar, eða bara merkingarlaust orð eins og músímúsí eða búlíbúlí. ÚR því sem komið er, finnst mér orðið talsvert áhugaverðara að sjá annan lista sem gjarnan mætti taka saman og birta ef mögulegt er. Sá listi yrði yfir 25 fátækustu einstaklinga á Íslandi og för þeirra niður á við. Þegar öllu er á botninn hvolft er nefnilega lítil ástæða fyrir þjóðfélag eins og okkar að hafa einhverjar sérstakar áhyggjur af því fólki sem ríkast er. Það spjarar sig. Hinir ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Samkvæmt úttekt vikublaðsins Sirkuss í gær eiga 25 ríkustu Íslendingarnir einhverja eitt þúsund og þrjú hundruð milljarða í alls konar verðbréfum, eignarhlutum, reiðufé og guð má vita hvað út um allar jarðir og ekkert nema gott um það að segja. Listinn yfir þessa 25 ríkustu innihélt kunnugleg andlit. Þarna er margt af okkar besta afreksfólki - sjálft landsliðið á sviði fjármála - og uppgangur þess verið ævintýralegur í mörgum tilvikum eins og greint hefur verið skilmerkilega frá í fjölmiðlum með reglulegu millibili á undanförnum árum. REYNDAR brá aðeins skugga á feril þess ríkasta er greint var frá því fyrir nokkrum árum af gulu pressunni sem þá var hér á landi, að viðkomandi hefði verið uppvís að því að hafa ekki getað greitt fyrir ís í brauðformi eða eitthvað slíkt í sjoppu í Reykjavík, en þá vildi svo óheppilega til að hann hafði gleymt debetkortinu sínu heima, ef ég man rétt. Frá þessu var greint við misjafnar undirtektir enda töldu sumir að hér hefði verið ráðist allharkalega inn í einkalíf viðkomandi, sem er út af fyrir sig sjónarmið, en aðrir brostu út í annað og hugsuðu með sér hversu yndislegt það væri nú að þrátt fyrir allt og allt gætu svona hversdagsleg vandamál komið fyrir jafnvel þá ofsaríku líka. Það gladdi marga á einhvern hátt. Allir eru jafnir úti í sjoppu og verða að hafa debetkort eða klink. FYRIR nokkru síðan, verð ég að viðurkenna, fór hins vegar áhugi minn satt að segja að dvína töluvert á þessum fréttum sem dynja reglulega á Íslendingum af ríka fólkinu og hvað það sé að gera og hversu mikla peninga það eigi þá og þá stundina. Ég renni yfir þetta í blöðunum og ég segi kannski „ja, hérna" og „ég skal segja þér það" og slæ mér á lær að gömlum íslenskum sið ef sá gállinn er á mér, sýp kaffi og held svo áfram að lesa. NEI ég segi svona. Í hreinskilni sagt er ónæmið gagnvart hinum himinháu fjárhæðum orðið töluvert, en því hefur einmitt verið haldið fram af málsmetandi mönnum að í raun og veru nemi mannshugurinn illa þá miklu upphæð sem felst í orðinu „milljarður". Hugurinn lætur sér fátt um finnast. Þegar talið fer að snúast um milljarða er eins og mannshugurinn hætti að telja og 1.300 milljarðar verða bara að einhverri tölu, án samhengis við daglegt líf. Hversu margir ísar í brauðformi eru 1.300 milljarðar? Talan gæti allt eins verið 1.300 trilljarðar eða skrilljarðar, eða bara merkingarlaust orð eins og músímúsí eða búlíbúlí. ÚR því sem komið er, finnst mér orðið talsvert áhugaverðara að sjá annan lista sem gjarnan mætti taka saman og birta ef mögulegt er. Sá listi yrði yfir 25 fátækustu einstaklinga á Íslandi og för þeirra niður á við. Þegar öllu er á botninn hvolft er nefnilega lítil ástæða fyrir þjóðfélag eins og okkar að hafa einhverjar sérstakar áhyggjur af því fólki sem ríkast er. Það spjarar sig. Hinir ekki.
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun