Sautján ára söngdrottning 26. maí 2007 16:00 Hin sautján ára Jordin Sparks var valin sigurvegari American Idol. MYND/AFP Hin sautján ára Jordin Sparks vann á dögunum söngvarakeppnina American Idol. Bar hún sigurorð af Blake Lewis, 25 ára pilti frá Washington. Úrslitaviðureignin var haldin í Kodak-leikhúsinu í Hollywood og var henni sjónvarpað beint víðs vegar um heiminn, þar á meðal til Íslands. Sparks segist hafa fylgst með American Idol síðan hún var tólf ára og strax þá var hún ákveðin í að ná langt í þættinum. „Ég hef reynt að gera sífellt betur í hverri viku,“ sagði Sparks um Idol-ævintýrið. „Eftir að ég söng lögin mín hugsaði ég hvernig ég gæti staðið mig álíka vel eða betur.“ Bæði Sparks og Lewis sungu lagið This Is My Now sem var valið til flutnings í nýrri lagakeppni á netinu. Var dómarinn Simon Cowell hæstánægður með frammistöðu Sparks. Stóð val áhorfenda á endanum á milli þess að velja betri söngvarann, Sparks, eða betri skemmtikraft, Lewis, og voru áhorfendur, sem greiddu 74 milljónir atkvæða, á endanum hrifnari af Sparks. Hlaut hún að launum plötusamning fyrir sigurinn og líklega mun Lewis feta í fótspor hennar. Á meðal þeirra sem komu fram á úrslitakvöldinu voru þekkt nöfn á borð við Gwen Stefani, Smokey Robinson, Tony Bennett, Bette Midler og Green Day. Eldri sigurvegarar úr Idol á borð við Rubin Studdard og Kelly Clarkson stigu einnig á svið og skemmtu áhorfendum. „Hún er frábær söngkona,“ sagði Robinson um Sparks. „Hún syngur svo vel að það er erfitt að trúa því að hún sé sautján ára. Að syngja svona þyrftirðu að hafa lifað í langan tíma. Hún er gömul sál.“ Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Hin sautján ára Jordin Sparks vann á dögunum söngvarakeppnina American Idol. Bar hún sigurorð af Blake Lewis, 25 ára pilti frá Washington. Úrslitaviðureignin var haldin í Kodak-leikhúsinu í Hollywood og var henni sjónvarpað beint víðs vegar um heiminn, þar á meðal til Íslands. Sparks segist hafa fylgst með American Idol síðan hún var tólf ára og strax þá var hún ákveðin í að ná langt í þættinum. „Ég hef reynt að gera sífellt betur í hverri viku,“ sagði Sparks um Idol-ævintýrið. „Eftir að ég söng lögin mín hugsaði ég hvernig ég gæti staðið mig álíka vel eða betur.“ Bæði Sparks og Lewis sungu lagið This Is My Now sem var valið til flutnings í nýrri lagakeppni á netinu. Var dómarinn Simon Cowell hæstánægður með frammistöðu Sparks. Stóð val áhorfenda á endanum á milli þess að velja betri söngvarann, Sparks, eða betri skemmtikraft, Lewis, og voru áhorfendur, sem greiddu 74 milljónir atkvæða, á endanum hrifnari af Sparks. Hlaut hún að launum plötusamning fyrir sigurinn og líklega mun Lewis feta í fótspor hennar. Á meðal þeirra sem komu fram á úrslitakvöldinu voru þekkt nöfn á borð við Gwen Stefani, Smokey Robinson, Tony Bennett, Bette Midler og Green Day. Eldri sigurvegarar úr Idol á borð við Rubin Studdard og Kelly Clarkson stigu einnig á svið og skemmtu áhorfendum. „Hún er frábær söngkona,“ sagði Robinson um Sparks. „Hún syngur svo vel að það er erfitt að trúa því að hún sé sautján ára. Að syngja svona þyrftirðu að hafa lifað í langan tíma. Hún er gömul sál.“
Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira