Kínverjar ögra stefnu um eitt barn Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 26. maí 2007 14:25 MYND/Getty Images Það færist í vöxt í Kína að almenningur komist hjá stefnu stjórnvalda um eitt barn á fjölskyldu með frjósemislyfjum. Stefna stjórnvalda er sú að kona geti aðeins fætt einu sinni. Fjölburafæðingum hefur hins vegar fjölgað mjög síðustu ár, sérstaklega þar sem aðgengi að frjósemislyfjum er auðvelt. Víða á landbúnaðarsvæðum er eitt barn á fjölskyldu ekki nóg til að hjálpa til við reksturinn. Á fréttavef BBC segir að þess vegna bregði fólk á það ráð að taka frjósemislyfin. Opinberlega sé það ekki rætt, en í lokuðum hópum sé viðurkennt að aðferðinni er beitt til að komast hjá stefnu stjórnvalda.Lögin voru innleidd árið 1980 þegar stjórnvöld óttuðust að ekki væri hægt að fæða fjölgandi þjóð.Þeim er oft fylgt harkalega og sumar konur eru teknar úr sambandi eftir að eignast sitt fyrsta barn. Aðrar konur eru sektaðar eða þvingaðar í fóstureyðingar verði þær ófrískar öðru sinni.Þó eru undantekningar á reglunni. Þjóðernisminnihlutum er heimilt að eignast fleiri en eitt barn. Og í miklu dreifbýli er fjölskyldum leyfilegt að reyna að eignast son ef fyrsta barnið er stúlka.Gremja meirihlutans sem fellur undir stefnuna fer vaxandi og fleiri neita að ríkið geti sagt þeim fyrir verkum. Frjósemislyf virðast því vera lausn þessa hóps þar til breyting verður á lögunum. Erlent Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Það færist í vöxt í Kína að almenningur komist hjá stefnu stjórnvalda um eitt barn á fjölskyldu með frjósemislyfjum. Stefna stjórnvalda er sú að kona geti aðeins fætt einu sinni. Fjölburafæðingum hefur hins vegar fjölgað mjög síðustu ár, sérstaklega þar sem aðgengi að frjósemislyfjum er auðvelt. Víða á landbúnaðarsvæðum er eitt barn á fjölskyldu ekki nóg til að hjálpa til við reksturinn. Á fréttavef BBC segir að þess vegna bregði fólk á það ráð að taka frjósemislyfin. Opinberlega sé það ekki rætt, en í lokuðum hópum sé viðurkennt að aðferðinni er beitt til að komast hjá stefnu stjórnvalda.Lögin voru innleidd árið 1980 þegar stjórnvöld óttuðust að ekki væri hægt að fæða fjölgandi þjóð.Þeim er oft fylgt harkalega og sumar konur eru teknar úr sambandi eftir að eignast sitt fyrsta barn. Aðrar konur eru sektaðar eða þvingaðar í fóstureyðingar verði þær ófrískar öðru sinni.Þó eru undantekningar á reglunni. Þjóðernisminnihlutum er heimilt að eignast fleiri en eitt barn. Og í miklu dreifbýli er fjölskyldum leyfilegt að reyna að eignast son ef fyrsta barnið er stúlka.Gremja meirihlutans sem fellur undir stefnuna fer vaxandi og fleiri neita að ríkið geti sagt þeim fyrir verkum. Frjósemislyf virðast því vera lausn þessa hóps þar til breyting verður á lögunum.
Erlent Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira